Massimo Moratti, forseti ítalska félagsins Inter Milan, segir ekki víst að Brasilíumaðurinn Leonardo muni hætta sem knattspyrnustjóri liðsins.
Gian Piero Gasperini, stjóri Genoa, hefur verið sterklega orðaður við Inter og hefur Moratti staðfest að til greina komi að hann taki við. Hann útilokar hins vegar ekki heldur að Leonardo muni halda áfram.
„Við erum að skoða Gasperini. Hann er mjög alvarlegur einstaklingur og mikill fagmaður. En nei, ég hef ekki ákveðið mig,“ sagði Moratti við ítalska fjölmiðla. „Okkur standa nokkrir kostir til boða og einn þeirra er að Leonardo verði áfram. Ég vil minna fólk á það enda hefur Leonardo sjálfur ekki sóst eftir því að hætta.“
Ekki víst að Leonardo hætti
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn


Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn

Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn


Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum
Íslenski boltinn

Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok
Enski boltinn


