Indverska lággjaldaflugfélagið IndiGo hefur lagt inn stærstu flugvélapöntun allra tíma hjá Airbus verksmiðjunum. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París sem nú stendur yfir en félagið hefur keypt 180 farþegaþotur af Airbus gerð.
Samningurinn er metinn á litla 16 milljarða dollara eða 1840 milljarða íslenskra króna en Indverjarnir kaupa Airbus A320 þotur.
Ekki nóg með það, heldur er uppi sterkur orðrómur um að Malasíska félagið AirAsia ætli sér að gera enn betur á sýningunni og kaupa 200 þotur af Airbus, með kauprétt að hundrað til viðbótar.
Airbus gerir risasamning í París

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent


Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent

Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO
Viðskipti innlent




Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent