Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Gian Piero Gasperini, fyrrum þjálfari Genoa, verði næsti þjálfari Inter.
Gasperini fundaði með Massimo Moratti, forseta Inter, í dag og Moratti er sagður vera yfir sig hrifinn af þjálfaranum. Svo hrifinn að hann gæti kynnt Gasperini sem þjálfara á morgun.
Gasperini mun taka við þjálfarastöðunni af Leonardo sem er á leið til PSG í Frakklandi þar sem hann verður íþróttastjóri.
Gasperini var unglingaþjálfari hjá Juventus í tæp tíu ár. Hann var rekinn frá Genoa í nóvember á síðasta ári.
