Sport

Dæmdir úr leik á EM fyrir að reykja í laumi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Það er ekki á hverjum degi sem að íþróttamenn eru dæmdir úr leik í miðri keppni á stórmóti vegna notkunar á ólöglegum efnum.
Það er ekki á hverjum degi sem að íþróttamenn eru dæmdir úr leik í miðri keppni á stórmóti vegna notkunar á ólöglegum efnum.
Það er ekki á hverjum degi sem að íþróttamenn eru dæmdir úr leik í miðri keppni á stórmóti vegna notkunar á ólöglegum efnum. Það gerðist hinsvegar á Evrópumeistaramótinu í keilu sem fram fer í München í Þýskalandi. Þrír keppendur voru dæmdir úr leik eftir að þeir voru staðnir að því að reykja fyrir utan keppnishöllina en keppendurnir komu frá Finnlandi, Slóvakíu og Rúmeníu.

Erik Garder, framkvæmdastjóri norska keilusambandsins, segir í samtali við Aftenposten að keppendurnir hafi verið staðnir að verki á milli umferða í undanúrslitum. Samkvæmt reglum er keppendum bannað að reykja á meðan leikur stendur yfir. Þeir voru því dæmdir úr leik og þeir eiga yfir höfði sér keppnisbann.

Á meðal þeirra sem voru staðnir að verki við reykingarnar var Petteri Salonen frá Finnlandi en hann hefur unnið til níu verðlauna á stórmótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×