Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört þessa stundina. Brentolían hefur hækkað úr 114 dollurum á tunnuna og upp í rúma 116 dollara á síðustu tveimur tímum og bandaríska léttolían nálgast 99 dollara á tunnuna eftir að hafa byrjað daginn í rúmum 96 dollurum.
Nýjar tölur í Bandaríkjunum benda til þess að nokkur uppsveifla hafi verið á vinnumarkaðinum þarlendis í júní. Dregið hafi úr atvinnuleysi og nýjum störfum hafi fjölgað umfram það sem sérfræðingar áttu von á.
Í frétt á CNN Money segir að vegna þessara jákvæðu tíðinda sé búist við að hlutabréfamarkaðir vestan hafs taki kipp uppá við þegar þeir opna í dag.
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört
