Félög í Serie A mega kaupa tvo leikmenn á ári frá löndum utan Evrópusambandsins í stað eins. Takmörkunin við einn leikmann var sett eftir slaka frammistöðu Ítala á HM 2010 í Suður-Afríku.
Ítalska landsliðinu gekk illa á HM 2010 í Suður-Afríku og komst ekki upp úr riðli sínum. Ítalía vann raunar ekki leik og lenti í neðsta sæti riðilsins á eftir Paragvæ, Slóvakíu og Nýja-Sjálandi.
„Að félögin geti fengið til sín tvo leikmenn utan Evrópusambandsins er mikilvæg breyting fyrir ítalska knattspyrnu og gerir þau samkeppnishæfari," sagði Maruizio Beretta forseti Serie A.
Stóru félögin á Ítalíu sögðu að breytingin hefði haft slæm áhrif á gengi ítalskra liða og bentu á þá staðreynd að ekkert ítalskt lið komst í undanúrslit Meistaradeildar á síðasta tímabili.
Ítölsk lið fá aftur að kaupa tvo frá löndum utan Evrópusambandsins
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Lyon krækir í leikmann Liverpool
Enski boltinn


Ómar Björn: Misreiknaði boltann
Fótbolti

Son verður sá dýrasti í sögunni
Enski boltinn

Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki
Íslenski boltinn


Eir og Ísold mæta á EM
Sport

Jorge Costa látinn
Fótbolti