Evrópuleiðtogar æfir af reiði í garð Moody´s 6. júlí 2011 14:33 Ýmsir leiðtogar í Evrópulöndum og í framkvæmdanefnd ESB eru æfir af reiði í garð matsfyrirtækisins Moody´s fyrir að hafa lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en eins og fram kom í fréttum í morgun lækkaði Moody´s lánshæfi Portúgals um fjóra flokka niður í Ba2 með neikvæðum horfum. Ástæðan var m.a. að Moody´s telur að Portúgal, eins og Grikkland, þurfi meiri neyðaraðstoð en landið hefur þegar fengið. José Manuel Barroso formaður framkvæmdanefndar ESB segist harma ákvörðun Moody´s, einkum tímasetninguna og umfang lækkunarinnar á lánshæfinu. Barroso telur að ákvörðun Moody´s skapi meira öngþveiti en skýrleika á mörkuðum. Talsmaður Olli Rehn stækkunarstjóra ESB segir að ferlið sé allt hið óheppilegasta og það veki að nýju upp spurningar um starfshætti matsfyrirtækjanna. Stavros Lambrindinis fjármálaráðherra Grikklands segir ákvörðun Moody´s hreina geðveiki og bendir á að ákvörðun matsfyrirtækisins geti ein og sér valdið því að Moody´s hafi svo rétt fyrir sér að lokum. Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands segir að tími sé kominn á uppgjör gagnvart matsfyrirtækjunum sem myndi minnka völd þeirra og áhrif. Ákvörðun Moody´s hefur valdið því að gengi evrunnar hefur lækkað gagnvart dollar. Skuldatryggingaálag Portúgals hefur rokið upp um nær 100 punkta í morgun og stendur nú í 864 puntkum. Hefur það aldrei verið hærra í sögunni. Þá hefur ákvörðun Moody´s valdið því að Portúgal hefur orðið fyrir þungu höggi á skuldabréfamarkaðinum. Ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréfum Portúgals hefur hækkað um 224 punkta á 2ja ára bréfum og stendur í 15,9%. Á tíu ára bréfum hefur krafan hækkað um 128 punkta og stendur í 12,3%. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ýmsir leiðtogar í Evrópulöndum og í framkvæmdanefnd ESB eru æfir af reiði í garð matsfyrirtækisins Moody´s fyrir að hafa lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en eins og fram kom í fréttum í morgun lækkaði Moody´s lánshæfi Portúgals um fjóra flokka niður í Ba2 með neikvæðum horfum. Ástæðan var m.a. að Moody´s telur að Portúgal, eins og Grikkland, þurfi meiri neyðaraðstoð en landið hefur þegar fengið. José Manuel Barroso formaður framkvæmdanefndar ESB segist harma ákvörðun Moody´s, einkum tímasetninguna og umfang lækkunarinnar á lánshæfinu. Barroso telur að ákvörðun Moody´s skapi meira öngþveiti en skýrleika á mörkuðum. Talsmaður Olli Rehn stækkunarstjóra ESB segir að ferlið sé allt hið óheppilegasta og það veki að nýju upp spurningar um starfshætti matsfyrirtækjanna. Stavros Lambrindinis fjármálaráðherra Grikklands segir ákvörðun Moody´s hreina geðveiki og bendir á að ákvörðun matsfyrirtækisins geti ein og sér valdið því að Moody´s hafi svo rétt fyrir sér að lokum. Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands segir að tími sé kominn á uppgjör gagnvart matsfyrirtækjunum sem myndi minnka völd þeirra og áhrif. Ákvörðun Moody´s hefur valdið því að gengi evrunnar hefur lækkað gagnvart dollar. Skuldatryggingaálag Portúgals hefur rokið upp um nær 100 punkta í morgun og stendur nú í 864 puntkum. Hefur það aldrei verið hærra í sögunni. Þá hefur ákvörðun Moody´s valdið því að Portúgal hefur orðið fyrir þungu höggi á skuldabréfamarkaðinum. Ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréfum Portúgals hefur hækkað um 224 punkta á 2ja ára bréfum og stendur í 15,9%. Á tíu ára bréfum hefur krafan hækkað um 128 punkta og stendur í 12,3%.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira