Sigurgeir Árni á leið til Kristiansund HK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2011 11:31 Sigurgeir Árni og Ólafur Guðmunds fagna marki í leik gegn Fram á síðasta tímabili Mynd/Anton Fyrirliði Íslandsmeistara FH í handknattleik, Sigurgeir Árni Ægisson, er á leið til norska félagsins Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon en auk þess leikur Akureyringurinn Jónatan Magnússon með liðinu. „Það stefnir allt í það. Það er ekki búið að skrifa undir en þetta er líklega allt að klárast. Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er smá ævintýri sem við fjölskyldan ákváðum að fara í með börnin og hafa gaman. Gott að nýta handboltann svona á síðustu metrunum,“ sagði Sigurgeir í spjalli við Vísi. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu sterk næstefsta deildin í Noregi er. Þetta er engin svaka deild en það er metnaður í félaginu. Félagið fór beint upp í fyrra og ætlar sér stærri hluti,“ segir Sigurgeir Árni. Sigurgeir Árni var lykilmaður í liði FH sem varð Íslandsmeistari í vor. Hann þykir harður í horn að taka í varnarleiknum. „Ég kem til þess að loka varnarleiknum. Þá þurfum við að skora færri mörk til þess að vinna leiki,“ segir Sigurgeir Árni í léttum tón. Sigurgeir Árni reiknar með því að vinna eitthvað með handboltanum enda sé hann ekki að fara utan peninganna vegna. Þetta sé aðallega aðlaðandi fyrir fjölskylduna og börnin. Allt útlit er fyrir að Íslandsmeistaralið FH mæti vængbrotið til leiks í haust. Ólafur Guðmundsson er á leið til Danmerkur og þá hefur Ásbjörn Friðriksson verið að reyna fyrir sér í Noregi. „Óli er auðvitað farinn og það stefnir allt í að ég sé að fara. Svo er ekki alveg ljóst hver staðan er með Ása. En það er nú bara þannig í þessum handbolta að það kemur maður í mann stað. Aðrir fá sviðið og fá að blómstra,“ sagði Sigurgeir Árni. „Sérstaklega er eðlilegt að þessir ungu strákar séu að reyna fyrir sér enda eiga þeir þvílíka framtíð fyrir sér. Þetta kom meira óvænt upp hjá mér. Smá ævintýraþrá að prófa þetta.“ Sigurgeir reiknar með því að fara utan í byrjun ágústmánaðar. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Fyrirliði Íslandsmeistara FH í handknattleik, Sigurgeir Árni Ægisson, er á leið til norska félagsins Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon en auk þess leikur Akureyringurinn Jónatan Magnússon með liðinu. „Það stefnir allt í það. Það er ekki búið að skrifa undir en þetta er líklega allt að klárast. Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er smá ævintýri sem við fjölskyldan ákváðum að fara í með börnin og hafa gaman. Gott að nýta handboltann svona á síðustu metrunum,“ sagði Sigurgeir í spjalli við Vísi. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu sterk næstefsta deildin í Noregi er. Þetta er engin svaka deild en það er metnaður í félaginu. Félagið fór beint upp í fyrra og ætlar sér stærri hluti,“ segir Sigurgeir Árni. Sigurgeir Árni var lykilmaður í liði FH sem varð Íslandsmeistari í vor. Hann þykir harður í horn að taka í varnarleiknum. „Ég kem til þess að loka varnarleiknum. Þá þurfum við að skora færri mörk til þess að vinna leiki,“ segir Sigurgeir Árni í léttum tón. Sigurgeir Árni reiknar með því að vinna eitthvað með handboltanum enda sé hann ekki að fara utan peninganna vegna. Þetta sé aðallega aðlaðandi fyrir fjölskylduna og börnin. Allt útlit er fyrir að Íslandsmeistaralið FH mæti vængbrotið til leiks í haust. Ólafur Guðmundsson er á leið til Danmerkur og þá hefur Ásbjörn Friðriksson verið að reyna fyrir sér í Noregi. „Óli er auðvitað farinn og það stefnir allt í að ég sé að fara. Svo er ekki alveg ljóst hver staðan er með Ása. En það er nú bara þannig í þessum handbolta að það kemur maður í mann stað. Aðrir fá sviðið og fá að blómstra,“ sagði Sigurgeir Árni. „Sérstaklega er eðlilegt að þessir ungu strákar séu að reyna fyrir sér enda eiga þeir þvílíka framtíð fyrir sér. Þetta kom meira óvænt upp hjá mér. Smá ævintýraþrá að prófa þetta.“ Sigurgeir reiknar með því að fara utan í byrjun ágústmánaðar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira