Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, á sér þann draum heitastan að fá miðjumann Barcelona, Andres Iniesta, til félagsins.
Berlusconi er mikill aðdáandi Iniesta. Skal engan undra þar sem Iniesta er frábær leikmaður.
"Ég hef ekkert á móti því að opinbera minn draum. Sá draumur er að fá Iniesta til Milan. Hann er stórkostlegur miðjumaður. Lykilmaður í mögnuðu miðjuspili Barcelona," sagði Berlusconi.
Það verður að teljast afar ólíklegt að þessi draumur Berlusconi rætist. Iniesta er samningsbundinn Barcelona til 2015 og hefur ekki sýnt nein merki þess að hann vilji fara.
Berlusconi dreymir um að fá Iniesta
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
