Sport

Usain Bolt: Ég hef verið latur

Usain Bolt, heimsmethafinn í 100 og 200 m. hlaupi karla, segir í viðtali við breska dagblaðið Daly Mail að hann hafi verið latur á undanförnum mánuðum.
Usain Bolt, heimsmethafinn í 100 og 200 m. hlaupi karla, segir í viðtali við breska dagblaðið Daly Mail að hann hafi verið latur á undanförnum mánuðum. AFP
Usain Bolt, heimsmethafinn í 100 og 200 m. hlaupi karla, segir í viðtali við breska dagblaðið Daly Mail að hann hafi verið latur á undanförnum mánuðum. Bolt, sem er frá Jamaíku, hefur snúið við blaðinu að eigin sögn og hann hefur ekki smakkað djúpsteikta kjúklingavængi eða Guinnes bjór í nokkra mánuði. Bolt ætlar sér að vinna heimsmeistaratitlana í 100 og 200 m. hlaupi en keppinautar hans hafa sýnt góða takta á undanförnum mánuðum og yfirburðir hans virðast ekki eins miklir og áður.

„Ég hef aldrei tekið því eins rólega og þessu ári. Og ég hef bara verið of latur að æfa,“ sagði Bolt við Daily Mail.   „Ég er að vinna í því að verða betri íþróttamaður og einnig sem persóna,“  sagði Bolt en heimsmet hans í 100 metra hlaupi er 9,58 sek., sem hann setti á HM í Berlín árið 2009. Hann setti einnig heimsmet í 200 metra hlaupi í Berlín þar sem hann kom í mark á 19,19 sek.

„Ég man ekki hvenær ég borði síðast kjúklingavængi á KFC, en ég fór oft út seint á kvöldin og borðaði góðan skammt af KFC án þess að þjálfarinn minn vissi af því. Ég fór leynt með þetta. Ég hef ekki smakkað bjór í marga mánuði, ég fer ekki eins oft út að skemmta mér og áður,“ sagði Bolt en hann ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Suður-Kóreu í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×