Brasilíski bakvörðurinn, Jonathan, hefur gengið til lið við ítalska félagið Inter Milan frá Santos.
Þessi 25 ára leikmaður lék 239 leik fyrir brasilíska félagið Cruzeiro áður en hann fór til Santos og var einn af burðarrásum Cruzeiro frá árinu 2005. Jonathan gekk síðan til liðs við Santos í janúar á þessu ári og stoppaði því stutt við þar.
Leikmaðurinn hefur þótt einn besti varnarmaður í brasilísku deildinni síðastliðin ár og verður án efa mikill liðstyrkur fyrir Inter Milan, en félagið hefur nú þegar tryggt sér þjónustu Luc Castaignos, Emiliano Viviano, Yuto Nagatomo og Ricardo Alvarez og ætla sér greinilega að endurheimta ítalska meistaratitilinn.
AC Milan varð ítalskur meistari á síðasta tímabili, en Inter Milan hafði haft tögl á haldi á þeirri deild síðastliðin ár.
Inter gengur frá kaupum á brasilískum bakverði
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn


Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn


Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn



Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok
Enski boltinn

Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum
Íslenski boltinn

Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho
Enski boltinn