NBA leikmaðurinn, Dirk Nowitzki , fékk í síðustu viku afhent virtu ESPY verðlaunin fyrir frammistöðu sína á tímabilinu með Dallas Mavericks, en Dallas varð NBA-meistari og Nowitzki var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Miami Heat.
Leikmaðurinn stimplaði sinn inn sem einn allra besti sóknarmaður sem spilað hefur í NBA frá upphafi og fá lið náðu að stöðva þennan þýska körfuboltamann.
ESPY verðlaunin eru afhent á hverju ári af sjónvarpsstöðinni ESPN, en þau fara til aðila sem hafa skarað framúr á sínu sviði fyrir síðastliðið tímabil.
Nowitzki var valinn besti íþróttamaður ársins í karlaflokki sem þykir mikill heiður í íþróttaheiminum.
Dirk Nowitzki valinn íþróttamaður ársins af ESPN
Stefán Árni Pálsson skrifar
