Þýski markvörðurinn Frank Rost er á leið til New York Red Bulls í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu. Rost er 38 ára gamall og hefur spilað í Bundesligunni í 18 ár.
Rost hefur undanfarin ár leikið með Hamburg SV en þar áður lék hann lengi með Werder Bremen og Schalke. Hann á að baki fjóra landsleiki fyrir Þýskaland.
„Við erum mjög spennt yfir því að Frank hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur á miðju tímabili,“ sagði Erik Soler yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bulls.
Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið orðaður við félagið að undanförnu.
Frank Rost til New York Red Bulls
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
