NBA-liðið Minnesota Timberwolves er búið að reka þjálfara félagsins, Kurt Rambis, sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár.
Forseti félagsins sagði ákvörðunina hafa verið erfiða en rétta fyrir félagið.
Rambis var með 32-132 árangur hjá Úlfunum á þessum tveimur árum. Þar af 17-65 á síðustu leiktíð sem var lélegasti árangurinn í NBA-deildinni. Það þarf því ekki að koma stórkostlega á óvart að Rambis hafi fengið að fjúka.
Ekki liggur fyrir hver muni taka við liðinu.
Rambis rekinn frá Minnesota
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

