Hrunið á hlutabréfamörkum í Evrópu heldur áfram í dag eftir blóðugan dag á Asíumörkuðum í nótt. Mest lækkar úrvalsvísitalan í kauphöllinni í Mílanó á Ítalíu eða um 4%.
Í frétt á Reuters segir að FTSEurofirst 300 vísitalan hafi lækkað um 2% vegna ástandsins á Ítalíu sem gæti orðið næsta evrulandið til að lenda í skuldakreppu. Úrvalsvísitölur í Frankfurt, París og Kaupmannahöfn hafa lækkað um 2% að jafnaði í morgun.
Það eru sérstaklega bankar sem verða hart úti. STOXX Europe 600 bankavísitalan hefur lækkað um 3,2%. Það eru ítalskir bankar sem draga þá vísitölu niður. Unicredit, stærsti banki Ítalíu hefur lækkað um rúm 7% og hafa hlutir í honum því lækkað um 25% á síðustu sex viðskiptadögum.
Bankar í öðrum Evrópulöndum fara ekki varhluta af þeim áhyggjum sem ríkja á mörkuðum í dag. Hlutir í Deutsche Bank hafa lækkað um 5,5% í morgun og hlutir í Commerzbank um 4,4%.
Hrunið á hlutabréfamörkuðum heldur áfram

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni
Viðskipti innlent
