Örvænting ríkir á öllum mörkuðum 11. júlí 2011 14:00 Örvænting hefur gripið um sig á öllum fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar fréttanna í morgun um að Ítalía muni hugsanlega vera næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Hlutabréf falla í verði í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. Fjárfestar hafa verið á stöðugum flótta úr ítölskum ríkisskuldabréfum frá því að markaðir opnuðu í morgun og fer verð þeirra ört lækkandi. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag Ítalíu rokið upp og nálgast 300 punkta. Er álagið því orðið töluvert hærra en skuldatryggingaálag Íslands sem stendur í rúmum 230 punktum. Flóttinn úr ríkisskuldabréfunum hefur þýtt að verð á dollurum, gulli og svissneskum frönkum hefur rokið upp á móti en þetta eru hefðbundin skjól fjárfesta þegar á bjátar. „Það er örvænting í gangi á mörkuðunum. Allir kasta frá sér spilum sem þeir eiga í Ítalíu," segir Christian Hansen hjá Norne Securities í samtali við vefsíðuna e24.no. Fyrir utan að skuldatryggingaálag á ítalska ríkið hefur hækkað hefur það einnig rokið upp á ítölsku bankanna. Hansen segir að fjárfestar setji nú spurningamerki við ítalska bankageirann í heild sinni. Úrvalsvísitölur í helstu kauphöllum Evrópu hafa fallið um 1-2% frá því í morgun. Sömu sögu er að segja í Bandaríkjunum. Þar féll Dow Jones vísitala um 1% og Nasdag og S&P 500 um 1,2% á fyrstu 15 mínútunum eftir opnun markaðanna. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Örvænting hefur gripið um sig á öllum fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar fréttanna í morgun um að Ítalía muni hugsanlega vera næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Hlutabréf falla í verði í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. Fjárfestar hafa verið á stöðugum flótta úr ítölskum ríkisskuldabréfum frá því að markaðir opnuðu í morgun og fer verð þeirra ört lækkandi. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag Ítalíu rokið upp og nálgast 300 punkta. Er álagið því orðið töluvert hærra en skuldatryggingaálag Íslands sem stendur í rúmum 230 punktum. Flóttinn úr ríkisskuldabréfunum hefur þýtt að verð á dollurum, gulli og svissneskum frönkum hefur rokið upp á móti en þetta eru hefðbundin skjól fjárfesta þegar á bjátar. „Það er örvænting í gangi á mörkuðunum. Allir kasta frá sér spilum sem þeir eiga í Ítalíu," segir Christian Hansen hjá Norne Securities í samtali við vefsíðuna e24.no. Fyrir utan að skuldatryggingaálag á ítalska ríkið hefur hækkað hefur það einnig rokið upp á ítölsku bankanna. Hansen segir að fjárfestar setji nú spurningamerki við ítalska bankageirann í heild sinni. Úrvalsvísitölur í helstu kauphöllum Evrópu hafa fallið um 1-2% frá því í morgun. Sömu sögu er að segja í Bandaríkjunum. Þar féll Dow Jones vísitala um 1% og Nasdag og S&P 500 um 1,2% á fyrstu 15 mínútunum eftir opnun markaðanna.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira