Tölvufyrirtækið Adaptive Computing í Utah í Bandaríkjunum notar óhefðbundnar aðferðir til að hvetja starfsmenn sína áfram. Ein þeirra var að leyfa þeim að sprengja bíl forstjórans í loft upp.
Fjallað er um málið á CNN. Þar segir að starfsmenn í söludeild Adaptive Computing hafi fengið tilboð um að þeir mættu sprengja bíl forstjórans ef þeir næðu markmiðum sínum fyrir árið 2010. Áður en tilboðið barst voru litlar líkur á að markmiðin næðust.
Til óhamingju fyrir forstjórann náðu starfsmennirnir markmiðunum og mátti forstjórinn horfa upp á í síðustu viku að Mitsubishi Mirage bíll sinn væri sprengdur í loft upp.
