Vogunarsjóðir gera viðamikla árás á Ítalíu 11. júlí 2011 10:24 Bandarískir vogunarsjóðir eru nú í viðamikilli fjárhagsárás á ítölsk ríkisskuldabréf. Stormurinn sem nú geisar á ítölskum fjármálamörkuðum gæti verið alfarið verk bandarískra spákaupmanna. Þetta kemur fram í Financial Times. Þar segir að töluverður fjöldi stærri vogunarsjóða Bandaríkjanna standi á bakvið árásina með skortsölum á ítölskum ríkisskuldabréfum. Þeir veðja á að verð þessara bréfa muni falla. Financial Times segir að svona mikil skortsala í einu á afmörkuðu sviði hafi þau áhrif að aðrir fjárfestar reyni að losa sig við skuldabréfin og þar með lækka þau enn frekar í verði og vogunarsjóðirnir fitna á móti. Blaðið byggir frétt sína á heimildum innan vogunarsjóðanna sem segja að sjóðirnir hafi nýlega skipt um fjárfestingarstefnu gagnvart Ítalíu með því að fara yfir í skortsölu á ríkisskuldabréfunum. Vogunarsjóðirnir veðja á að Ítalía verði næsta evru-landið sem lendir í skuldakreppu. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum eru farnir að hækka töluvert og bréfin þar með að lækka í verði. Vextir á 10 ára ítölskum ríkisskuldabréfum hafa hækkað um 0,5 prósentur og standa í 5,45%. Þetta eru hæstu vextir á þessum bréfum frá því að evrusamstarfinu var komið á árið 1999. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandarískir vogunarsjóðir eru nú í viðamikilli fjárhagsárás á ítölsk ríkisskuldabréf. Stormurinn sem nú geisar á ítölskum fjármálamörkuðum gæti verið alfarið verk bandarískra spákaupmanna. Þetta kemur fram í Financial Times. Þar segir að töluverður fjöldi stærri vogunarsjóða Bandaríkjanna standi á bakvið árásina með skortsölum á ítölskum ríkisskuldabréfum. Þeir veðja á að verð þessara bréfa muni falla. Financial Times segir að svona mikil skortsala í einu á afmörkuðu sviði hafi þau áhrif að aðrir fjárfestar reyni að losa sig við skuldabréfin og þar með lækka þau enn frekar í verði og vogunarsjóðirnir fitna á móti. Blaðið byggir frétt sína á heimildum innan vogunarsjóðanna sem segja að sjóðirnir hafi nýlega skipt um fjárfestingarstefnu gagnvart Ítalíu með því að fara yfir í skortsölu á ríkisskuldabréfunum. Vogunarsjóðirnir veðja á að Ítalía verði næsta evru-landið sem lendir í skuldakreppu. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum eru farnir að hækka töluvert og bréfin þar með að lækka í verði. Vextir á 10 ára ítölskum ríkisskuldabréfum hafa hækkað um 0,5 prósentur og standa í 5,45%. Þetta eru hæstu vextir á þessum bréfum frá því að evrusamstarfinu var komið á árið 1999.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira