Vogunarsjóðir gera viðamikla árás á Ítalíu 11. júlí 2011 10:24 Bandarískir vogunarsjóðir eru nú í viðamikilli fjárhagsárás á ítölsk ríkisskuldabréf. Stormurinn sem nú geisar á ítölskum fjármálamörkuðum gæti verið alfarið verk bandarískra spákaupmanna. Þetta kemur fram í Financial Times. Þar segir að töluverður fjöldi stærri vogunarsjóða Bandaríkjanna standi á bakvið árásina með skortsölum á ítölskum ríkisskuldabréfum. Þeir veðja á að verð þessara bréfa muni falla. Financial Times segir að svona mikil skortsala í einu á afmörkuðu sviði hafi þau áhrif að aðrir fjárfestar reyni að losa sig við skuldabréfin og þar með lækka þau enn frekar í verði og vogunarsjóðirnir fitna á móti. Blaðið byggir frétt sína á heimildum innan vogunarsjóðanna sem segja að sjóðirnir hafi nýlega skipt um fjárfestingarstefnu gagnvart Ítalíu með því að fara yfir í skortsölu á ríkisskuldabréfunum. Vogunarsjóðirnir veðja á að Ítalía verði næsta evru-landið sem lendir í skuldakreppu. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum eru farnir að hækka töluvert og bréfin þar með að lækka í verði. Vextir á 10 ára ítölskum ríkisskuldabréfum hafa hækkað um 0,5 prósentur og standa í 5,45%. Þetta eru hæstu vextir á þessum bréfum frá því að evrusamstarfinu var komið á árið 1999. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandarískir vogunarsjóðir eru nú í viðamikilli fjárhagsárás á ítölsk ríkisskuldabréf. Stormurinn sem nú geisar á ítölskum fjármálamörkuðum gæti verið alfarið verk bandarískra spákaupmanna. Þetta kemur fram í Financial Times. Þar segir að töluverður fjöldi stærri vogunarsjóða Bandaríkjanna standi á bakvið árásina með skortsölum á ítölskum ríkisskuldabréfum. Þeir veðja á að verð þessara bréfa muni falla. Financial Times segir að svona mikil skortsala í einu á afmörkuðu sviði hafi þau áhrif að aðrir fjárfestar reyni að losa sig við skuldabréfin og þar með lækka þau enn frekar í verði og vogunarsjóðirnir fitna á móti. Blaðið byggir frétt sína á heimildum innan vogunarsjóðanna sem segja að sjóðirnir hafi nýlega skipt um fjárfestingarstefnu gagnvart Ítalíu með því að fara yfir í skortsölu á ríkisskuldabréfunum. Vogunarsjóðirnir veðja á að Ítalía verði næsta evru-landið sem lendir í skuldakreppu. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum eru farnir að hækka töluvert og bréfin þar með að lækka í verði. Vextir á 10 ára ítölskum ríkisskuldabréfum hafa hækkað um 0,5 prósentur og standa í 5,45%. Þetta eru hæstu vextir á þessum bréfum frá því að evrusamstarfinu var komið á árið 1999.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira