Safn af gömum svarthvítum myndum af Bítlunum var selt á uppboði hjá Christie´s í New York fyrir tæpar 40 milljónir kr.
Myndirnar voru teknar af þá hinum 18 ára gamla Mike Mitchell þegar Bítlarnir komu í sína fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin árið 1964.
Mitchell fylgdist með þessari sögufrægu hljómsveit fyrir og eftir tónleika þeirra í New York og Baltimore og þar eru myndirnar teknar.
Það voru vinir Mitchell sem fengu hann til að setja 50 af þessum myndum sínum á uppboð. Fyrirfram bjóst hann við að fá um 10 milljónir kr. fyrir þær.
Gamlar myndir af Bítlunum seldust fyrir 40 milljónir
