Bandarískir þingmenn þurfa að finna lausn á deilunni um skuldaþak Bandaríkjanna annars mun efnahagur landsins skaðast verulega.
Þetta var inntak ávarps Baracks Obama bandaríkjaforseta til þjóðar sinnar í nótt. Obama segir að ef svo haldi sem horfi muni skuldir Bandaríkjanna vaxa, atvinnuleysi aukast og æ meir af skatttekjum ríkisins fara í að greiða vexti.
Í ávarpi sínu sendi Obama Teboðshreyfingunni svokölluðu tóninn en talið er að talsmenn þessarar hreyfingar á Bandaríkjaþingi hafi einkum komið í veg fyrir að Repúblikanar og Demókratar næðu samkomulagi um skuldaþakið.
