Anders Breivik sagðist hafa verið einn að verki Hafsteinn Hauksson skrifar 24. júlí 2011 18:43 Anders Behring Breivik hefur játað að bera ábyrgð á bæði sprengjuárásinni í miðborg Oslóar og fjöldamorðunum í Útey. Sífellt fleiri gögn rata upp á yfirborðið sem veita innsýn í sjúkan hugarheim tilræðismannsins. Norska lögreglan staðfesti í dag að hinn 32 ára gamli Anders Behring Breivik hafi játað á sig voðaverkin. „Hann hefur viðurkennt að bera ábyrgð á sprengjuárásinni og að hafa myrt fólkið í eynni," sagði Sveinung Sponheim, lögreglustjóra Oslóar, við blaðamenn í dag. Maðurinn hefur enn ekki gefið neitt upp um ástæður árásanna. „Hann hefur ekki skýrt ástæðu árásarinnar en yfirheyrslan gengur út á að fá það fram."Var hann einn að verki? „Hann segist hafa verið einn að verki en við verðum að staðfesta að hans frásögn sé sönn," sagði lögreglustjórinn. Engu að síður hrúgast nú upp ýmis gögn sem sýna inn í hugarheim morðingjans. Þeirra á meðal er tólf mínútna langt myndband á vefnum Youtube sem talið er víst að Breivik hafi búið til og sett á netið daginn sem fjöldamorðin voru framin. Þar þar ræðst hann gegn fjölmenningunni í Evrópu og útbreiðslu Íslamstrúar þar. Þá sjást einnig myndir af honum gráum fyrir járnum, í einkennisbúningi norska hersins og í klæðnaði reglubræðra í Frímúrarareglunni. Lögregla rannsakar einnig 1,500 blaðsíðna langa stefnuyfirlýsingu Breiviks, sem hann birti á vefnum samdægurs árásunum, en þar er hefnd heitið öllum þeim sem hafa svikið Evrópu, eins og það er orðað. Hann er þó talinn hafa afritað hana að stórum hluta frá bandaríska bréfasprengjumanninum Ted Kaczynski. Verjandi Breivik segir hann tilbúinn til að útskýra voðaverk sín fyrir opnum tjöldum í réttarsal, en hann fer fyrir dómara á morgun þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Anders Behring Breivik hefur játað að bera ábyrgð á bæði sprengjuárásinni í miðborg Oslóar og fjöldamorðunum í Útey. Sífellt fleiri gögn rata upp á yfirborðið sem veita innsýn í sjúkan hugarheim tilræðismannsins. Norska lögreglan staðfesti í dag að hinn 32 ára gamli Anders Behring Breivik hafi játað á sig voðaverkin. „Hann hefur viðurkennt að bera ábyrgð á sprengjuárásinni og að hafa myrt fólkið í eynni," sagði Sveinung Sponheim, lögreglustjóra Oslóar, við blaðamenn í dag. Maðurinn hefur enn ekki gefið neitt upp um ástæður árásanna. „Hann hefur ekki skýrt ástæðu árásarinnar en yfirheyrslan gengur út á að fá það fram."Var hann einn að verki? „Hann segist hafa verið einn að verki en við verðum að staðfesta að hans frásögn sé sönn," sagði lögreglustjórinn. Engu að síður hrúgast nú upp ýmis gögn sem sýna inn í hugarheim morðingjans. Þeirra á meðal er tólf mínútna langt myndband á vefnum Youtube sem talið er víst að Breivik hafi búið til og sett á netið daginn sem fjöldamorðin voru framin. Þar þar ræðst hann gegn fjölmenningunni í Evrópu og útbreiðslu Íslamstrúar þar. Þá sjást einnig myndir af honum gráum fyrir járnum, í einkennisbúningi norska hersins og í klæðnaði reglubræðra í Frímúrarareglunni. Lögregla rannsakar einnig 1,500 blaðsíðna langa stefnuyfirlýsingu Breiviks, sem hann birti á vefnum samdægurs árásunum, en þar er hefnd heitið öllum þeim sem hafa svikið Evrópu, eins og það er orðað. Hann er þó talinn hafa afritað hana að stórum hluta frá bandaríska bréfasprengjumanninum Ted Kaczynski. Verjandi Breivik segir hann tilbúinn til að útskýra voðaverk sín fyrir opnum tjöldum í réttarsal, en hann fer fyrir dómara á morgun þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira