Passaði sig á því að skjóta alla tvisvar 23. júlí 2011 18:30 Sérsveitarmenn komu á eyjuna og yfirbuguðu byssumanninn. Hér sést hvar ungmenni fela sig fyrir árásarmanninum. Mynd/AFP Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Annar maður var handtekinn í dag í tengslum við atburði gærdagsins. Hann er meðlimur ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins en norskir fjölmiðlar telja hverfandi líkur á því að hann tengist voðaverkum Anders Behring Breivik. Norska lögreglan staðfesti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi að öllum líkindum átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Breivik er talinn hafa sprengt sprengju í stjórnarráðshverfinu í Osló til að beina athygli lögreglunnar frá skotárásinni sem hann hóf skömmu síðar í Útey. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Thorbjørn Vereide segir að maðurinn hafi skotið alla þá sem stóðu þarna. Í byrjun hafi þau verið 30 sem stóðu þarna við ströndina. Þegar maðurinn hafi byrjað að skjóta hafi þau bara verið fimm eða sex sem voru eftir. Hann hafi skotið ótrúlega mörgum skotum á stuttum tíma. „Hann passaði sig á því að skjóta alla tvisvar. Hann skaut vini mína sem reyndu að synda í land og fólk sem reyndi að fela sig í tjöldunum eða í skógionum," sagði hinn 22 ára gamli Vereide í samtali við NRK í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan Breivik að öllum líkindum verða ákærðan fyrir hryðjuverk en ef hann er fundinn sekur er hámarksrefsingin tuttugu og eitt ár. Lögreglan tók þó sérstaklega fram að málið væri enn í rannsókn og grundvöllur ákærunnar gæti því breyst. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, heimsótti þá sem lifðu af árásina og aðstandendur hinna látnu í Sundvollen skammt frá Útey í dag ásamt norsku konungsfjölskyldunni. Tala látinna er komin í nítú og tvo en enn er óttast að sú tala kunni að hækka. Lík sem hafa fundist hafa verið flutt á sjúkrahús í Osló og lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á þá látnu. Það gæti þó tekið nokkra daga. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Annar maður var handtekinn í dag í tengslum við atburði gærdagsins. Hann er meðlimur ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins en norskir fjölmiðlar telja hverfandi líkur á því að hann tengist voðaverkum Anders Behring Breivik. Norska lögreglan staðfesti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi að öllum líkindum átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Breivik er talinn hafa sprengt sprengju í stjórnarráðshverfinu í Osló til að beina athygli lögreglunnar frá skotárásinni sem hann hóf skömmu síðar í Útey. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Thorbjørn Vereide segir að maðurinn hafi skotið alla þá sem stóðu þarna. Í byrjun hafi þau verið 30 sem stóðu þarna við ströndina. Þegar maðurinn hafi byrjað að skjóta hafi þau bara verið fimm eða sex sem voru eftir. Hann hafi skotið ótrúlega mörgum skotum á stuttum tíma. „Hann passaði sig á því að skjóta alla tvisvar. Hann skaut vini mína sem reyndu að synda í land og fólk sem reyndi að fela sig í tjöldunum eða í skógionum," sagði hinn 22 ára gamli Vereide í samtali við NRK í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan Breivik að öllum líkindum verða ákærðan fyrir hryðjuverk en ef hann er fundinn sekur er hámarksrefsingin tuttugu og eitt ár. Lögreglan tók þó sérstaklega fram að málið væri enn í rannsókn og grundvöllur ákærunnar gæti því breyst. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, heimsótti þá sem lifðu af árásina og aðstandendur hinna látnu í Sundvollen skammt frá Útey í dag ásamt norsku konungsfjölskyldunni. Tala látinna er komin í nítú og tvo en enn er óttast að sú tala kunni að hækka. Lík sem hafa fundist hafa verið flutt á sjúkrahús í Osló og lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á þá látnu. Það gæti þó tekið nokkra daga.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira