Hver er Anders Breivik? 23. júlí 2011 12:19 Anders Behring Breivik átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Mynd/AFP Anders Behring Breivik, norski byssumaðurinn sem handtekinn var í gær og er talinn bera ábyrgð bæði á sprengjuárásinni í Osló og skotárusunum í Útey, hlaut þjálfun í norska hernum, átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Anders Behring var þjálfaður í norska hernum og var félagi í skotklúbbi skammbyssueigenda í Osló. Hann var skráður fyrir mörgum skotvopnum, þar á meðal hálfsjálvirkum vopnum. Verden Gang greinir frá því að Anders hafi átt heima í vesturhluta Osló alla ævi þar til hann flutti til Heiðmerkur fyrir um mánuði. Bíll hans stendur enn á bryggjunni við Útey og fundust í honum mörg vopn. Hann var þjóðernissinnaður, hægri öfgamaður og segja sumir norskir fjölmiðlar frá tengslum hans við nýnastiahreyfingar. Lögreglan í Noregi leitaði í gær á heimili Anders. Þar fundust tengsl við öfgasíður á internetinu og færslur á samskiptavefum eins og Twitter og feisbúkk. Þar kemur fram djúpstætt hatur hans á fjölmenningu og Íslam sem hann telur vera að taka yfir Evrópu. Aðeins örfáum dögum fyrir voðaverkin stofnaði Anders Twitter-síðu - þar setti hann inn eina færslu, tilvitnun í John Stuart Mill, um að einn sannfærður maður geti áorkað því sem hundrað þúsund ósannfærðir nái aldrei. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði þetta á blaðamannafundi í morgun: „Miðað við önnur lönd myndi ég segja að hægri öfgahreyfingar væru ekki stórt vandamál í noregi. En það eru hér hópar, öfgahreyfingar sem lögreglan veit af og við höfum fylgst með." Anders stofnaði garðyrkjufyrirtæki árið 2009 og sagðist ætla að rækta grænmeti og rótarávexti. Slík fyrirtæki geta keypt mikið af áburði án þess að það veki sérstaka athygli en slíkan áburð er hægt að nota sem sprengiefni. Gögn hafa fundist sem sýna fram á að Anders keypti sex tonn af áburði í vor. Anders Behring er talinn hafa drepið yfir níutíu manns í tveimur skipulögðum árásum í Noregi. Hann var handtekinn af sérsveitarmönnum og segir lögreglan í norskum fjölmiðlum í dag það vera athyglisvert að Anders hafi ekki svipt sig lífi líkt og flestir þeir sem fremja slíkar árásir gera. Sú staðreynd að hann sé á lífi muni þó væntanlega geta varpað ljósi á málið og hvort hann hafi verið einn að verki. Norðmenn eru æfir af reiði út í Anders og krefjast hefndar. Fjölmargar Feisbúkk síður hafa litið dagsins ljós þar sem þess er krafist að Anders verði hengdur, brenndur eða látinn dúsa í lífstíðarfangelsi. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Anders Behring Breivik, norski byssumaðurinn sem handtekinn var í gær og er talinn bera ábyrgð bæði á sprengjuárásinni í Osló og skotárusunum í Útey, hlaut þjálfun í norska hernum, átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Anders Behring var þjálfaður í norska hernum og var félagi í skotklúbbi skammbyssueigenda í Osló. Hann var skráður fyrir mörgum skotvopnum, þar á meðal hálfsjálvirkum vopnum. Verden Gang greinir frá því að Anders hafi átt heima í vesturhluta Osló alla ævi þar til hann flutti til Heiðmerkur fyrir um mánuði. Bíll hans stendur enn á bryggjunni við Útey og fundust í honum mörg vopn. Hann var þjóðernissinnaður, hægri öfgamaður og segja sumir norskir fjölmiðlar frá tengslum hans við nýnastiahreyfingar. Lögreglan í Noregi leitaði í gær á heimili Anders. Þar fundust tengsl við öfgasíður á internetinu og færslur á samskiptavefum eins og Twitter og feisbúkk. Þar kemur fram djúpstætt hatur hans á fjölmenningu og Íslam sem hann telur vera að taka yfir Evrópu. Aðeins örfáum dögum fyrir voðaverkin stofnaði Anders Twitter-síðu - þar setti hann inn eina færslu, tilvitnun í John Stuart Mill, um að einn sannfærður maður geti áorkað því sem hundrað þúsund ósannfærðir nái aldrei. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði þetta á blaðamannafundi í morgun: „Miðað við önnur lönd myndi ég segja að hægri öfgahreyfingar væru ekki stórt vandamál í noregi. En það eru hér hópar, öfgahreyfingar sem lögreglan veit af og við höfum fylgst með." Anders stofnaði garðyrkjufyrirtæki árið 2009 og sagðist ætla að rækta grænmeti og rótarávexti. Slík fyrirtæki geta keypt mikið af áburði án þess að það veki sérstaka athygli en slíkan áburð er hægt að nota sem sprengiefni. Gögn hafa fundist sem sýna fram á að Anders keypti sex tonn af áburði í vor. Anders Behring er talinn hafa drepið yfir níutíu manns í tveimur skipulögðum árásum í Noregi. Hann var handtekinn af sérsveitarmönnum og segir lögreglan í norskum fjölmiðlum í dag það vera athyglisvert að Anders hafi ekki svipt sig lífi líkt og flestir þeir sem fremja slíkar árásir gera. Sú staðreynd að hann sé á lífi muni þó væntanlega geta varpað ljósi á málið og hvort hann hafi verið einn að verki. Norðmenn eru æfir af reiði út í Anders og krefjast hefndar. Fjölmargar Feisbúkk síður hafa litið dagsins ljós þar sem þess er krafist að Anders verði hengdur, brenndur eða látinn dúsa í lífstíðarfangelsi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira