Apple fyrirtækið á meira handbært fé en ríkissjóður Bandaríkjanna. Nýjustu tölur frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna sýna að fyrirtækið á 73 milljarða bandaríkjadala í handbæru fé. Apple á hins vegar 76,4 milljarða. Handbært fé Apple samsvarar um 8700 milljörðum íslenskra króna.
Þingmenn í Bandaríkjunum hafa verið í allt sumar að karpa um fjárlög bandaríska ríkisins og hámark skulda sem ríkið má stefna sér í. Þeir hafa tíma fram á þriðjudaginn til að ná lausninni ellegar er hætta á greiðslufalli hjá ríkissjóði. Óljósar fréttir herma að bráðabirgðalausn hafi fundist á málinu sem kynnt verði fulltrúadeildarþingmönnum í dag.
Fréttastofa BBC segir að bandaríska ríkið sé nú í hverjum mánuði að eyða 200 milljörðum bandaríkjadala, eða 23 þúsund milljörðum króna, umfram það sem ríkissjóður aflar.
Tekjur Apple eru hins vegar að aukast. Uppgjör fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi sýnir að tekjur fyrirtækisins jukust um 125% miðað við sama tímabil í fyrra.
