Sport

Sjöberg viðurkennir kókaínneyslu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sjöberg svífur yfir rána í hástökki.
Sjöberg svífur yfir rána í hástökki. Nordic Photos/Getty
Svíinn Patrick Sjöberg, fyrrum heimsmethafi í hástökki, hefur viðurkennt að hafa greinst með kókaín í lyfjaprófi. Prófið var ekki framkvæmt í tengslum við keppni og fór Sjöberg ekki í keppnisbann af þeim sökum.

Í viðtali við sænsku útvarpsstöðnia P1 lýsti Sjöberg hvernig hann var gripinn með kókaín í blóði á hátindi ferilsins.

„Ég vissi alveg hvernig lyfjapróf virkuðu. Þetta var í tengslum við æfingu. Ég hafði fengið mér kókaín á föstudeginm og svo var prófið á mánudeginum,“ sagði Sjöberg.

Sjöberg, sem er 46 ára, gaf út ævisögu sína „Það sem þið sáuð ekki“ í apríl síðastliðnum. Meðal þess sem fram kom í henni var kynferðisleg misnotkun sem hann varð fyrir af stjúpföður sínum og þjálfara Viljo Nousiainen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×