Stjórn Seðlabanka Evrópu mun koma saman á neyðarfundi í dag til þess að ákveða hvort bankinn eigi að kaupa skuldir ítalska ríksins til þess að reyna að ná stöðugleika á fjármálamörkuðum. Robert Peston, viðskiptafréttamaður hjá BBC fréttastofunni, segir að stjórnin sé klofin í afstöðu sinni til málsins.
Áhyggjur manna fara mjög vaxandi vegna skulda ríkja innan evrusvæðisins og óstöðugleika á mörkuðum í Bandaríkjunum í síðustu viku. Fjármálaráðherrar frá stærstu sjö iðnríkjum heims munu því einnig hittast í dag til þess að ræða hvernig koma eigi ró á markaði áður en þeir opna á mánudag.
