Miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði á silfri í ár hafa valdið því að silfuræði er runnið á frændur vora Dani.
Danskur almenningur hefur leitað í kompum sínum og geymslum að gömlum silfurmunum og erfðasilfri sínu, tekið það fram og pússað af því rykið og síðan arkað með góssið til næsta skartgripasala. Þar er silfrið selt dýrum dómum og margir fara heim með fleiri danska þúsundkalla í vasanum.
Fjallað er um málið í Jyllandsposten en þar kemur fram að heimsmarkaðsverð á silfri hefur hækkað um 30% það sem af er árinu. Rætt er við gullsmiðinn Flemming Falck í Frederikssund sem segir að velta sín í gull og silfurkaupum hafi tífaldast milli ára. Hann hafi því opnað sérstaka búð í Árósum þar sem eingöngu er keypt gull og silfur.
Að sögn Falck koma margir með silfurgripi til hans sem hafa verið í eigu sömu fjölskyldu kynslóðum saman en hafa gert lítið annað en safna ryki undanfarna áratugi.
Silfuræði runnið á almenning í Danmörku

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu
Viðskipti innlent

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent