Hollenski markvörðurinn Marten Stekelenburg hefur gengið til liðs við ítalska félagið Roma frá Ajax í heimalandinu. Kaupverðið er sagt vera um 6,3 milljónir evra.
Viðræður hafa staðið lengi yfir en Stekelenburg skrifaði á endanum undir fjögurra ára samning við Rómverja.
Luis Enrique tók í sumar við stjórastarfinu hjá Roma og hefur verið duglegur að fá nýja leikmenn til félagsins. Stekelenburg er sá sjötti í röðinni en meðal þeirra sem hafa gengið til liðs við Roma má nefna Bojan Krkic og Gabriel Heinze.
Stekelenburg er 28 ára gamall og átti eitt ár eftir af samningi sínum við ajax.
Stekelenburg samdi við Roma
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn

Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn

Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn


Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho
Enski boltinn


