Brottkast á þorski á miðum Evrópusambandsins hefur kostað hundruð milljarða króna á undanförnum árum.
Þetta er niðurstaða úttektar sem gáfnaveitan The New Economics Foundation hefur sent frá sér. Gáfnaveitan ályktar að þorski fyrir yfir 500 milljarða króna hafi verið hent í sjóinn á tímabilinu frá 1963 til 2008.
Um er að ræða brottkast á þorski af skipum sem stundað hafa veiðar á Ermasundi, Skagerrak og Norðursjó. Tvær mestu þorskveiðiþjóðirnir á þessum hafsvæðum hafa verið Bretar og Danir.
Brottkastið þýðir að fyrir hverja 100 þorska sem landað hefur verið á fyrrgreindu tímabili var 140 hent aftur í sjóinn.
The New Economics Foundation byggir úttekt sína m.a. á upplýsingum frá Alþjóðlega hafrannsóknarráðinu sem metur árlega hve brottkastið er mikið og hve vrðmætur aflinn er sem hent er fyrir borð.
Brottkast á þorski á miðum ESB kostar hundruð milljarða

Mest lesið

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent


Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“
Viðskipti innlent

„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent

Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent


