Osló er dýrasta borg heimsins að búa í að því er fram kemur í nýrri úttekt svissneska stórbankans UBS. Næst á eftir koma borgirnar Zurich og Genf í Sviss og síðan Kaupmannahöfn og Stokkhólmur.
Raunar eru allar höfuðborgir Norðurlandanna, að Reykjavík undanskilinni, á topp tíu listanum yfir dýrustu borgir heims. Reykjavíkur er ekki getið í þessari úttekt.
Ódýrustu borgir heims eru Mumbai á Indlandi og Manila á Fillipseyjum.
Hvað kaupmátt launa varðar er hann mestu hjá borgarbúum í Zurich, Sidney í Ástralíu og Lúxemborg en minnstur í borgunum Jakarta og Nairobí.
