Buffett hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 15. ágúst 2011 11:47 Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða. Warren Buffet lýsir þessari skoðun sinni í grein sem hann skrifar í The New York Times. Þar segir hann stjórnmálamenn hafa kallað eftir sameiginlegum fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar, en að hann sjálfur hafi ekki þurft að fórna neinu. Buffet segist hafa haft samband við ofurríka félaga sína, og þeir hafi jafnframt ekki fundið fyrir neinum breytingum í opinberum gjöldum. Hann segir það ákaflega ósanngjarnt að á sama tíma og láglaunafólk og miðstéttin berjist fyrir sig í Afganistan, flestir Bandaríkjamenn eigi í vandræðum með að ná endum saman, fái hann og vinir hans miklar undanþágur frá sköttum. Buffet bendir á að tæp tvö hundruð og fimmtíu þúsund heimili í bandaríkjunum hafi haft meira en eina milljón dollara í tekjur á síðasta ári. Hann telur því að hækka megi skatta á þessi heimili. Þá bendir hann jafnframt á að rúmlega átta þúsund heimili, þar með talið hans eigið heimili, hafi haft meira en tíu milljónir dollara í tekjur á síðasta ári. Á þann hóp megi leggja auka hátekjuskatt. Hann segir sjálfan sig og vini sína hafa verið ofdekraða af Bandaríkjaþingi í of langan tíma. Nú sé kominn tími á að hinir ofurríki taki þátt í hinum sameiginlega fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar.Grein Buffets má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða. Warren Buffet lýsir þessari skoðun sinni í grein sem hann skrifar í The New York Times. Þar segir hann stjórnmálamenn hafa kallað eftir sameiginlegum fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar, en að hann sjálfur hafi ekki þurft að fórna neinu. Buffet segist hafa haft samband við ofurríka félaga sína, og þeir hafi jafnframt ekki fundið fyrir neinum breytingum í opinberum gjöldum. Hann segir það ákaflega ósanngjarnt að á sama tíma og láglaunafólk og miðstéttin berjist fyrir sig í Afganistan, flestir Bandaríkjamenn eigi í vandræðum með að ná endum saman, fái hann og vinir hans miklar undanþágur frá sköttum. Buffet bendir á að tæp tvö hundruð og fimmtíu þúsund heimili í bandaríkjunum hafi haft meira en eina milljón dollara í tekjur á síðasta ári. Hann telur því að hækka megi skatta á þessi heimili. Þá bendir hann jafnframt á að rúmlega átta þúsund heimili, þar með talið hans eigið heimili, hafi haft meira en tíu milljónir dollara í tekjur á síðasta ári. Á þann hóp megi leggja auka hátekjuskatt. Hann segir sjálfan sig og vini sína hafa verið ofdekraða af Bandaríkjaþingi í of langan tíma. Nú sé kominn tími á að hinir ofurríki taki þátt í hinum sameiginlega fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar.Grein Buffets má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira