Þýska félagið Hoffenheim hefur samþykkt að lána argentínska miðjumanninn Franco Zuculini til spænska liðsins Real Zaragoza á þessu tímabili. Zuculini er 20 ára gamall og einu ári yngri en Gylfi Þór Sigurðsson sem var að berjast við hann um stöðu á miðju Hoffenheim.
Hoffenheim keypti Franco Zuculini á 4,7 milljónir evra frá Racing Club Avellaneda árið 2009 en hann hefur síðan aðeins leikið 7 deildarleiki með aðalliðinu. Zuculini var lánaður til bæði ítalska liðsins Genoa og Racing Club á síðustu leiktíð en hann á að baki einn landsleik fyrir Argentínu þegar Diego Maradona var með liðið.
Real Zaragoza hefur verið afkastamikið á félagsskiptamarkaðnum í sumar því Zuculini er sjöundi leikmaðurinn sem bætist við leikmannahópinn hjá Zaragoza sem hefur verið að glíma við fjárhagsvandræði.
