Vogunarsjóðir stórgræddu á að skortselja Pandóru 11. ágúst 2011 10:27 Í ljós er komið að vogunarsjóðir stórgræddu á því að skortselja hluti í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. Sem kunnugt er af fréttum ríkir fullkomin óvissa um hverjar heimtur Seðlabankans verða af sölu FIH bankans eftir að hlutir í Pandóru hröpuðu um 65% á einum degi í síðustu viku. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar segir að frá því á föstudaginn var hafi vogunarsjóðir keypt til baka milljónir hluta í Pandóru. Hluti sem þeir fengu lánaða þegar gengið stóð í 250 dönskum kr. á hlut og seldu strax. Þeir eru nú að kaupa hlutina til baka á 50 danskar kr. Skortstöður í Pandóru jukust gífurlega frá því í apríl og fram að hinu mikla hruni í síðustu viku. Í apríl voru 10 milljónir hluta í láni en þessi fjöldi fór í 21 milljón hluta skömmu fyrir hrunið. Þar sem 55 milljónir hluta eru á markaðinum í heild má sjá hversu mikið af veðmálum vogunarsjóðir tóku gegn Pandóru. Veðmálum sem þeir fleyta nú rjómann af. Börsen ræðir við Mads Zink sölustjóra hjá Danske Markets um málið. Hann segir af þessum 21 milljón hluta hafi 4 milljónir verið keyptar til baka í þessari viku. Þar sem munurinn á hlutunum var 200 danskar kr. er ljóst að vogunarsjóðirnir hafa grætt milljarða danskra kr. á skortsölunni eða tugi milljarða kr. Zink minnist þess ekki að hafa nokkurn tíman séð annað eins umfang af skortstöðum gegn einu félagi í Danmörku. Zink segir að nú sé búið að loka flest öllum þessum skortstöðum sem þýðir að vogunarsjóðir telja að hlutir í Pandóru muni ekki lækka meir en orðið er, í bráð að minnsta kosti. Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í ljós er komið að vogunarsjóðir stórgræddu á því að skortselja hluti í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. Sem kunnugt er af fréttum ríkir fullkomin óvissa um hverjar heimtur Seðlabankans verða af sölu FIH bankans eftir að hlutir í Pandóru hröpuðu um 65% á einum degi í síðustu viku. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar segir að frá því á föstudaginn var hafi vogunarsjóðir keypt til baka milljónir hluta í Pandóru. Hluti sem þeir fengu lánaða þegar gengið stóð í 250 dönskum kr. á hlut og seldu strax. Þeir eru nú að kaupa hlutina til baka á 50 danskar kr. Skortstöður í Pandóru jukust gífurlega frá því í apríl og fram að hinu mikla hruni í síðustu viku. Í apríl voru 10 milljónir hluta í láni en þessi fjöldi fór í 21 milljón hluta skömmu fyrir hrunið. Þar sem 55 milljónir hluta eru á markaðinum í heild má sjá hversu mikið af veðmálum vogunarsjóðir tóku gegn Pandóru. Veðmálum sem þeir fleyta nú rjómann af. Börsen ræðir við Mads Zink sölustjóra hjá Danske Markets um málið. Hann segir af þessum 21 milljón hluta hafi 4 milljónir verið keyptar til baka í þessari viku. Þar sem munurinn á hlutunum var 200 danskar kr. er ljóst að vogunarsjóðirnir hafa grætt milljarða danskra kr. á skortsölunni eða tugi milljarða kr. Zink minnist þess ekki að hafa nokkurn tíman séð annað eins umfang af skortstöðum gegn einu félagi í Danmörku. Zink segir að nú sé búið að loka flest öllum þessum skortstöðum sem þýðir að vogunarsjóðir telja að hlutir í Pandóru muni ekki lækka meir en orðið er, í bráð að minnsta kosti.
Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira