Lítið þarf til að hræða fjárfesta 10. ágúst 2011 18:46 Mynd úr safni Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í dag eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta. Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann ætlaði að halda stýrivöxtum sínum í núll prósentstigum til ársins 2013 til að styðja við bandarískt efnahagslíf. Vonast var til að yfirlýsingin myndi róa fjármálamarkaði sem voru í vænum grænum tölum við opnun í Evrópu í morgun. Undir lok dags var hins vegar allt annað uppi á teningnum og dagurinn blóðrauður. Í Bretlandi lækkaði FTSE vísitalan um rúm þrjú prósent og í Frakklandi og Þýskalandi lækkuðu vísitölur um meira en fimm prósent. Í Bandaríkjunum var sömu sögu að segja og lækkaði Dow Jones vísitalan um rúm 450 stig við opnun markaða en hefur aðeins rétt úr kútnum þegar líður á daginn. Fjárfestar kenna orðróm um lækkunina. Þetta sýnir hve óstaðfastur og duttlungafullur markaðurinn er. Hann bregst ekki aðeins við raunverulegum þáttum heldur einnig orðrómi. Orðrómur komst t.d. á kreik um að Standard & Poor myndi lækka lánshæfi Frakklands. Einnig að franskir og þýskir bankar ættu í erfiðleikum því þeir hafa lánað til fjölmargra ríkja vítt og breitt um Evrópu," segir Keith Bliss, verðbréfasali. Frönsk stjórnvöld neita orðrómnum en ráðamenn landsins hafa setið neyðarfundi í dag vegna efnahagsástandsins. Því er ljóst að ótti fjárfesta um annað efnahagshrun beggja vegna atlantshafsins er enn til staðar og nú hefur athyglinni aftur verið snúið til Evrópu. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í dag eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta. Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann ætlaði að halda stýrivöxtum sínum í núll prósentstigum til ársins 2013 til að styðja við bandarískt efnahagslíf. Vonast var til að yfirlýsingin myndi róa fjármálamarkaði sem voru í vænum grænum tölum við opnun í Evrópu í morgun. Undir lok dags var hins vegar allt annað uppi á teningnum og dagurinn blóðrauður. Í Bretlandi lækkaði FTSE vísitalan um rúm þrjú prósent og í Frakklandi og Þýskalandi lækkuðu vísitölur um meira en fimm prósent. Í Bandaríkjunum var sömu sögu að segja og lækkaði Dow Jones vísitalan um rúm 450 stig við opnun markaða en hefur aðeins rétt úr kútnum þegar líður á daginn. Fjárfestar kenna orðróm um lækkunina. Þetta sýnir hve óstaðfastur og duttlungafullur markaðurinn er. Hann bregst ekki aðeins við raunverulegum þáttum heldur einnig orðrómi. Orðrómur komst t.d. á kreik um að Standard & Poor myndi lækka lánshæfi Frakklands. Einnig að franskir og þýskir bankar ættu í erfiðleikum því þeir hafa lánað til fjölmargra ríkja vítt og breitt um Evrópu," segir Keith Bliss, verðbréfasali. Frönsk stjórnvöld neita orðrómnum en ráðamenn landsins hafa setið neyðarfundi í dag vegna efnahagsástandsins. Því er ljóst að ótti fjárfesta um annað efnahagshrun beggja vegna atlantshafsins er enn til staðar og nú hefur athyglinni aftur verið snúið til Evrópu.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira