Uppsveifla á mörkuðum 10. ágúst 2011 08:02 Markaðir í Asíu og Evrópu tóku við sér í morgun eftir hrun síðustu vikna. Hækkanirnar koma í kjölfar svipaðrar þróunar á Wall Street í Bandaríkjunum sem tóku stökk upp á við í gærkvöldi. Hækkanir gærdagsins skýrast af yfirlýsingu Seðlabanka Bandaríkjanna þess efnis að stýrivöxtum verði haldið um núll prósent markið næstu tvö árin til þess að styðja við bandarískt efnahagslíf. Fréttirnar ollu því að í Asíu hækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 1,2 prósent við opnun markaðar og aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fjögur prósent. FTSE vísitalan í London fór upp annan daginn í röð og hækkaði um 1,4 prósent og DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um tvö prósent. Ákvörðun Bernanke Seðlabankastjóra í Bandaríkjunum virðist því hafa náð að stemma stigu við einu mesta hruni á hlutabréfamörkuðum síðustu ár. En þrátt fyrir þessar hækkanir eiga markaðirnir enn langt í land með að rétta sig af og ná fyrri hæðum. Ákvörðun Bernanke kom mörgum á óvart. Sumir segja að þetta sé síðasta kúlan í byssunni og benda á að dugi þetta ekki til að róa ástandið séu fá önnur úrræði í boði. Samkvæmt utanmarkaðsviðskiptum í Bandaríkjunum er búist við því að markaðir þar hækki um fimm prósent við opnun síðar í dag. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Markaðir í Asíu og Evrópu tóku við sér í morgun eftir hrun síðustu vikna. Hækkanirnar koma í kjölfar svipaðrar þróunar á Wall Street í Bandaríkjunum sem tóku stökk upp á við í gærkvöldi. Hækkanir gærdagsins skýrast af yfirlýsingu Seðlabanka Bandaríkjanna þess efnis að stýrivöxtum verði haldið um núll prósent markið næstu tvö árin til þess að styðja við bandarískt efnahagslíf. Fréttirnar ollu því að í Asíu hækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 1,2 prósent við opnun markaðar og aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fjögur prósent. FTSE vísitalan í London fór upp annan daginn í röð og hækkaði um 1,4 prósent og DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um tvö prósent. Ákvörðun Bernanke Seðlabankastjóra í Bandaríkjunum virðist því hafa náð að stemma stigu við einu mesta hruni á hlutabréfamörkuðum síðustu ár. En þrátt fyrir þessar hækkanir eiga markaðirnir enn langt í land með að rétta sig af og ná fyrri hæðum. Ákvörðun Bernanke kom mörgum á óvart. Sumir segja að þetta sé síðasta kúlan í byssunni og benda á að dugi þetta ekki til að róa ástandið séu fá önnur úrræði í boði. Samkvæmt utanmarkaðsviðskiptum í Bandaríkjunum er búist við því að markaðir þar hækki um fimm prósent við opnun síðar í dag.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira