Sport

Kenía sópaði til sín verðlaunum í fyrstu greininni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edna Kiplagat kemur í mark í morgun.
Edna Kiplagat kemur í mark í morgun. Nordic Photos / Getty Images
Fyrstu keppnisgreininni er lokið á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem hófst í morgun í Daegu í Suður-Kóreu.

Keppt var í maraþonhlaupi kvenna og voru hlauparar frá Keníu í fyrstu þremur sætunum. Edna Kiplagat fagnaði sigri, þó svo að hún hafi hrasað við drykkjarstöð þegar hún var um fjórtán mínútum frá marklínunni.

Kiplagat lenti í samstuði við löndu sína, Sharon Cherop, sem stoppaði einnig til að hjálpa Kiplagat á fætur

Kiplagat kom í mark á tveimur klukkustundum, 28 mínútum og 43 sekúndum. Önnur varð Priscah Jeptoo fjórtán sekúndum á eftir og Cherop þriðja sautján sekúndum á eftir henni.

Þetta er í fyrsta sinn sem Kenía raðar sér í efstu þrjú sætin í maraþoni í sögu HM, hvort sem er í karla- eða kvennaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×