Milljarðarmæringurinn Warren Buffet hyggst kaupa hlut í Bank of America fyrir fimm milljarða dala í gegnum eignarhaldsfélag sinn, sem heitir Bershire Hathaway. Þetta kom fram í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í dag. Upphæðin nemur um 570 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða 50 þúsund hluti í bankanum, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Buffet er einn af ríkustu mönnum í heimi. Hann vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar að hann hvatti stjórnvöld í Bandaríkjunum til að hækka skatta á auðmenn.

