Fótbolti

Barcelona og AC Milan saman í riðli - Kolbeinn á Santiago Bernabéu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er búið að draga í riðla fyrir Meistaradeildina í vetur en drátturinn fór fram í Mónakó og var að ljúka. Kunnir kappar eins og Luis Figo, Sir Bobby Charlton, Ruud Gullit og Lothar Matthaus sáu um að draga liðin í sína riðla.

Evrópumeistarar Barcelona lentu í riðli með ítölsku meisturunum í AC Milan, Íslandsbönunum í BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og Viktoria Plzen frá Tékklandi.

Englandsmeistarar Manchester United voru heppnir en þeir eru í riðli með portúgalska liðinu Benfica, Basel frá Sviss og nýliðum Otelul Galati frá Rúmeníu.

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru í riðli með Real Madrid frá Spáni, Lyon frá Frakklandi og Dinamo Zagreb frá Króatíu.

Chelsea er í riðli með Valencia frá Spáni, fyrrum liði Juan Mata, og þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen en með því spilar einmitt Michael Ballack, fyrrum leikmaður Chelsea. Fjórða liðið í riðlinum er síðan

Genk frá Belgíu.

Arsenal lenti í riðli með Marseille frá Frakklandi, Olympiacos frá Grikklandi og Borussia Dortmund frá Þýskalandi.

Manchester City er í erfiðum riðli með Bayern München frá Þýskalandi, Villarreal frá Spáni og Napoli frá Ítalíu.



Riðlarnir í Meistaradeildinni í vetur:

A-riðill

Bayern München, Þýskalandi

Villarreal, Spáni

Manchester City, Englandi

Napoli, Ítalíu

B-riðill

Internazionale, Ítalíu

CSKA Moskva, Rússlandi

Lille, Frakklandi

Trabzonspor, Tyrklandi

C-riðill

Manchester United, Englandi

Benfica, Portúgal

Basel, Sviss

Otelul Galati, Rúmeníu

D-riðill

Real Madrid, Spáni

Lyon, Frakklandi

Ajax, Hollandi

Dinamo Zagreb, Króatíu

E-riðill

Chelsea, Englandi

Valencia, Spáni

Bayer 04 Leverkusen, Þýskalandi

Genk, Belgíu

F-riðill

Arsenal, Englandi

Marseille, Frakklandi

Olympiacos, Grikklandi

Borussia Dortmund, Þýskalandi

G-riðill

Porto, Portúgal

Shakhtar Donetsk, Úkraínu

Zenit St Petersburg, Rússlandi

APOEL, Kýpur

H-riðill

Barcelona, Spáni

AC Milan, Ítalíu

BATE Borisov, Hvíta-Rússlandi

Viktoria Plzen, Tékklandi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×