Franska liðið Lyon er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu enn eitt árið eftir 1-1 jafntefli gegn rússneska liðinu Rubin Kazan í Rússlandi í kvöld. Þetta var síðari viðureign liðanna í 4. umferð undankeppninnar.
Lyon var í góðri stöðu fyrir leik dagsins en liðið vann fyrri leikinn í Frakklandi 3-1.
Bebars Natcho kom heimamönnum í Rubin yfir á 77. mínútu sem þýddi að annað mark dygði Rússunum. Bakary Koné sló á vonir þeirra þegar hann jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok.
Fjórir aðrir leikir fara fram í fjórðu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Hægt er að fylgjast með gangi mála í Boltavakt Vísis með því að smella hér.
Lyon komið í Meistaradeildina í tólfta skipti
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti