Fótbolti

Lyon komið í Meistaradeildina í tólfta skipti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Michel Bastos með boltann í leik liðanna í dag.
Michel Bastos með boltann í leik liðanna í dag. Nordic Photos/AFP
Franska liðið Lyon er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu enn eitt árið eftir 1-1 jafntefli gegn rússneska liðinu Rubin Kazan í Rússlandi í kvöld. Þetta var síðari viðureign liðanna í 4. umferð undankeppninnar.

Lyon var í góðri stöðu fyrir leik dagsins en liðið vann fyrri leikinn í Frakklandi 3-1.

Bebars Natcho kom heimamönnum í Rubin yfir á 77. mínútu sem þýddi að annað mark dygði Rússunum. Bakary Koné sló á vonir þeirra þegar hann jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok.

Fjórir aðrir leikir fara fram í fjórðu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Hægt er að fylgjast með gangi mála í Boltavakt Vísis með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×