Citigroup: Brent olían lækkar í 95 dollara 23. ágúst 2011 12:16 Citigroup gaf út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað um u.þ.b. 8% í krónum talið frá síðustu mánaðamótum og um nálega 13% undanfarna 4 mánuði. Tunnan af Brent-olíu kostar þegar þetta er ritað tæpa 109 dollara, sem jafngildir 12.300 kr., en hæst fór Brent-olían í ríflega 14.000 kr. á tunnu í apríl síðastliðnum. Á þennan kvarða er olíuverð þó enn nærri 40% hærra en það var fyrir ári síðan. Lækkunin frá ágústbyrjun skýrist að mestu leyti af 6% lækkun á verðinu í dollurum talið, en einnig hefur krónan styrkst nokkuð gagnvart dollara á tímabilinu. Verð á hráolíu hækkaði raunar nokkuð á mörkuðum í morgun eftir lækkun í gær þegar í ljós kom að lengra virðist í lok borgarastyrjaldarinnar í Líbýu, og í kjölfarið endurkomu landsins sem olíuútflytjanda á heimsmarkaði, en útlit var fyrir. Líbýa framleiddi fyrir borgarastyrjöldina nærri 2% af heildarframleiðslu á heimsvísu, eða 1,6 milljón tunnur á dag. Ýmsir sérfræðingar eru þó á því að olíuverð muni lækka frekar á næstunni. Þannig gaf Citigroup út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Spáin jafngildir ríflega 13% lækkun á olíuverði á síðasta þriðjungi ársins. Eru slæmar horfur í stærstu hagkerfum heims og aukið framboð á olíu frá Líbýu meðal raka fyrir spá Citigroup. Lækkandi eldsneytisverð er kærkomið fyrir íslensk heimili, sem hafa horfst í augu við 22% hækkun á þessum útgjaldalið undanfarið ár. Eldsneyti vegur u.þ.b. 6% í vísitölu neysluverðs og hefur þróunin því haft umtalsverð áhrif á verðtryggð lán heimilanna. Gerum við ráð fyrir að lækkun eldsneytis hér á landi muni vega til 0,1% lækkunar vísitölunnar í ágúst. Bensínverð hefur lækkað um 3% frá miðjum júlímánuði, en einhver hluti þeirrar lækkunar er raunar til kominn eftir mælingu Hagstofunnar á neysluverði um miðjan mánuðinn. Gangi spár Citigroup-manna og annarra skoðanabræðra þeirra eftir gæti því þróun eldsneytisverðs haldið nokkuð aftur af verðbólgu hér á landi næsta kastið, að því gefnu að krónan gefi ekki verulega eftir að nýju. Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Citigroup gaf út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað um u.þ.b. 8% í krónum talið frá síðustu mánaðamótum og um nálega 13% undanfarna 4 mánuði. Tunnan af Brent-olíu kostar þegar þetta er ritað tæpa 109 dollara, sem jafngildir 12.300 kr., en hæst fór Brent-olían í ríflega 14.000 kr. á tunnu í apríl síðastliðnum. Á þennan kvarða er olíuverð þó enn nærri 40% hærra en það var fyrir ári síðan. Lækkunin frá ágústbyrjun skýrist að mestu leyti af 6% lækkun á verðinu í dollurum talið, en einnig hefur krónan styrkst nokkuð gagnvart dollara á tímabilinu. Verð á hráolíu hækkaði raunar nokkuð á mörkuðum í morgun eftir lækkun í gær þegar í ljós kom að lengra virðist í lok borgarastyrjaldarinnar í Líbýu, og í kjölfarið endurkomu landsins sem olíuútflytjanda á heimsmarkaði, en útlit var fyrir. Líbýa framleiddi fyrir borgarastyrjöldina nærri 2% af heildarframleiðslu á heimsvísu, eða 1,6 milljón tunnur á dag. Ýmsir sérfræðingar eru þó á því að olíuverð muni lækka frekar á næstunni. Þannig gaf Citigroup út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Spáin jafngildir ríflega 13% lækkun á olíuverði á síðasta þriðjungi ársins. Eru slæmar horfur í stærstu hagkerfum heims og aukið framboð á olíu frá Líbýu meðal raka fyrir spá Citigroup. Lækkandi eldsneytisverð er kærkomið fyrir íslensk heimili, sem hafa horfst í augu við 22% hækkun á þessum útgjaldalið undanfarið ár. Eldsneyti vegur u.þ.b. 6% í vísitölu neysluverðs og hefur þróunin því haft umtalsverð áhrif á verðtryggð lán heimilanna. Gerum við ráð fyrir að lækkun eldsneytis hér á landi muni vega til 0,1% lækkunar vísitölunnar í ágúst. Bensínverð hefur lækkað um 3% frá miðjum júlímánuði, en einhver hluti þeirrar lækkunar er raunar til kominn eftir mælingu Hagstofunnar á neysluverði um miðjan mánuðinn. Gangi spár Citigroup-manna og annarra skoðanabræðra þeirra eftir gæti því þróun eldsneytisverðs haldið nokkuð aftur af verðbólgu hér á landi næsta kastið, að því gefnu að krónan gefi ekki verulega eftir að nýju.
Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira