Hlutir í Goldman Sachs hröpuðu á Wall Street 23. ágúst 2011 09:24 Markaðir í Bandaríkjunum tóku því illa undir lokin í gærkvöldi þegar ljóst varð að Lloyd Blankfein forstjóri Goldman Sachs hefði ráðið sér stjörnulögfræðing. Hlutabréf í bankanum hröpuðu um 5% á síðustu mínútunum í kauphöllinni á Wall Street og síðan um 1,5% í viðbót í utanmarkaðsviðskiptum eftir lokunina. Ástæða þess að Blankfein réð lögfræðinginn sér til halds og trausts er að bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú að rannsaka ýmsa viðskiptahætti Goldman Sachs og þá einkum í tengslum við svokölluð undirmálslán vestan hafs. Goldman Sachs hefur áður greitt 500 milljóna dollara, eða rúmlega 56 milljarða kr., í sekt til fjármálaeftirlitsins fyrir að hafa blekkt viðskiptavini sína í viðskiptum með undirmálslán. Lögfræðingurinn sem hér um ræðir er Reid Weingarten og er einn sá þekktasti í Bandaríkjunum þegar kemur að svokölluðum hvítflippaglæpum. Meðal viðskiptavina hans hafa verið Bernard Ebbers fyrrum forstjóri WorldCom og Richard Cause fyrrum endurskoðandi Enron. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Markaðir í Bandaríkjunum tóku því illa undir lokin í gærkvöldi þegar ljóst varð að Lloyd Blankfein forstjóri Goldman Sachs hefði ráðið sér stjörnulögfræðing. Hlutabréf í bankanum hröpuðu um 5% á síðustu mínútunum í kauphöllinni á Wall Street og síðan um 1,5% í viðbót í utanmarkaðsviðskiptum eftir lokunina. Ástæða þess að Blankfein réð lögfræðinginn sér til halds og trausts er að bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú að rannsaka ýmsa viðskiptahætti Goldman Sachs og þá einkum í tengslum við svokölluð undirmálslán vestan hafs. Goldman Sachs hefur áður greitt 500 milljóna dollara, eða rúmlega 56 milljarða kr., í sekt til fjármálaeftirlitsins fyrir að hafa blekkt viðskiptavini sína í viðskiptum með undirmálslán. Lögfræðingurinn sem hér um ræðir er Reid Weingarten og er einn sá þekktasti í Bandaríkjunum þegar kemur að svokölluðum hvítflippaglæpum. Meðal viðskiptavina hans hafa verið Bernard Ebbers fyrrum forstjóri WorldCom og Richard Cause fyrrum endurskoðandi Enron.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira