AC Milan og Juventus mættust í árlegum leik um Luigi Berlusconi-bikarinn á San Siro í Mílanó í kvöld. Kevin Prince-Boateng og Clarence Seedorf skoruðu glæsileg mörk í 2-1 sigri heimamanna.
Kevin Prince-Boateng kom heimamönnum á bragðið í fyrri hálfleik þegar hann tók boltann glæsilega á lofti og sendi í fjærhornið utarlega úr teignum. Hollendingurinn Clarence Seedorf jók forystuna með frábærri aukaspyrnu sem Buffon átti ekki möguleika í.
Svartfellingurinn Mirko Vucinic, sem nýverið gekk til liðs við Juventus frá Roma, minnkaði muninn í síðari hálfleik fyrir gestina en lokatölurnar 2-1. Milan menn fögnuðu bikarnum en leikurinn er minningarleikur um Luigi Berlusconi. Luigi var faðir Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan.
Áætlað er að keppni í Serie A hefjist um næstu helgi. Leikmannasamtökin hafa þó hótað verkfalli verði ekki gengið að kröfum þeirra er varðar starfsöryggi leikmanna. Leikmenn eru ósáttir við að hægt sé að skipa þeim að æfa með varaliðinu eða að fara á láni til annars félags.
Í fyrstu umferðinni um næstu helgi á Milan að mæta Cagliari á Sardiníu. Juventus verður væntanlega í varabúningum þegar liðið sækir svart- og hvítklædda liðsmenn Udinese heim.
Mörkin úr leiknum ásamt frábærri erlendri lýsingu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Glæsimörk Boateng og Seedorf dugðu Milan gegn Juventus
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn