Land Rover verksmiðjurnar munu setja á markað gjörbreytta útgáfu af Defender árið 2015, eftir því sem BBC fréttastofan fullyrðir. Bílaframleiðandinn hefur einnig birt fyrstu myndirnar af bílnum sem verður af undirtegundinni DC100. Frumgerð af bílnum verður sýnd á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Defender kom fyrst á markað árið 1948 og hefur selst í meira en tveimur milljónum eintaka um allan heim. BBC segir að hönnun bílsins hafi lítið breyst á þessum sex áratugum.
