Sport

Heimsmeistarar dagsins á HM í frjálsum í Daegu - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tatyana Chernova fagnar sigri í sjöþrautinni.
Tatyana Chernova fagnar sigri í sjöþrautinni. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fjórða degi Heimsmeistaramótsins i frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu er lokið en þrír karlar og þrjár konur tryggðu sér heimsmeistaratitil í dag. Úrslitin réðust þá í sex greinum og þar á meðal var sjöþraut kvenna.

Heimsmeistarar dagsins komu frá fimm þjóðum en Rússar unnu tvo heimsmeistaratitla í dag. Heimsmeistarar dagsins voru eftirtaldir:

Kirani James frá Grenada í 400 metra hlaupi

David Rudisha frá Kenía í 800 metra hlaupi

Robert Harting frá Þýskalandi í kringlukasti

Yuliya Zarudneva Zaripova frá Rússlandi í 3000 metra hrindrunarhlaupi

Tatyana Chernova frá Rússlandi í sjöþraut

Fabiana Murer frá Brasilíu í stangarstökki

Vísir hefur tekið saman skemmtilegt myndasafn af heimsmeisturum dagsins en myndirnar koma frá Getty myndaþjónustinni. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×