Eftir að hafa verið í byrjunarliði Indianapolis Colts í 227 leikjum í röð þarf Peyton Manning að sætta sig við að horfa á leik Colts úr stúkunni um helgina. Manning hefur ekki misst úr leik í 13 ár eða síðan hann komst í liðið þann 6. september árið 1998.
Hann fór í aðgerð á hálsi í sumar og er ekki búinn að jafna sig. Gamla brýnið Kerry Collins mun leysa hann af um helgina.
"Þetta verður svolítið skrítið án Peyton. Hann er einstakur og ótrúlegt hvað hann hefur spilað marga leiki í röð," sagði Jim Caldwell, þjálfari Colts.
Þessir 227 leikir er það næstbesta í sögu NFL á eftir Brett Favre sem lék 321 leik í röð áður en hann hætti endanlega í boltanum.
Yngri bróðir Peyton, Eli, hefur nú tekið við keflinu af bróður sínum yfir þá virka leikstjórnendur sem leikið hafa flesta leiki í röð. Eli er kominn í 110 leiki.
Manning missir af sínum fyrsta leik í 13 ár
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn


„Ég get ekki beðið“
Handbolti

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn


Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
