Bandaríkin og ríki í Evrópu þurfa að beita öllum ráðum sem þau hafa til að örva hagvöxt, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters fréttastofan segir að þörf sé á innspýtingu frá ríkissjóðum þessara ríkja til þess að fjárfestar fái aftur trú á alheimshagkerfinu.
Við mælum með því að ríki í Evrópu aðlagi niðurskurðaráform sín að þeirri stöðu sem er í Evrópu og meti hvernig hægt sé að örva vöxtinn, segir Lagarde í samtali við Der Spiegel.

