Ítalska knattspyrnuliðið Inter Milan getur ekki stillt upp sínu sterkasta liði í Meistaradeild Evrópu í vetur en nýja stjarna liðsins Diego Forlan mun ekki leikið með liðinu í riðlakeppninni.
Knattspyrnusamband Evrópu hefur úrskurðað um það að leikmaðurinn hafi ekki leikheimild í deildinni með Inter, en leikmaðurinn tók þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar með fyrrum félagi sínu Atletico Madrid.
Spænska liðið komst síðan áfram í riðlakeppnina og því má Forlan ekki leika með Inter í keppninni.
Diego Forlan gekk í raðir Inter Milan á lokadegi félagsskiptagluggans í síðustu viku, en leikmaðurinn hefur verið einn allra heitasti framherjinn í Evrópu síðastliðin ár.
Reglurnar segja til um að leikmaðurinn megi spilað með Inter Milan ef félagið kemst í 16-liða úrslit keppninnar en á sama tíma má Atletico Madrid ekki komast svo langt í kepninni. Þetta þýðir að Diego Forlan getur kannski leikið í Meistaradeild Evrópu í febrúar á næsta ári þegar 16-liða úrslitin hefjast.
Inter er í riðli með CSKA Moskvu, Trabzonspor og Lille. Það er því nokkuð líklegt að liðið komist í 16-liða úrslitin, spurning hvað Atletico Madrid gerir.
Forlan má ekki leika með Inter í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn


Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu
Fótbolti

„Ég er mjög þreyttur“
Íslenski boltinn

„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum
Íslenski boltinn

Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA
Körfubolti

Hólmbert Aron til Suður-Kóreu
Fótbolti

Leiknir selur táning til Serbíu
Íslenski boltinn