Iceland verslunarkeðjan í Bretlandi verður sett formlega á sölu í mánuðinum. Það eru UBS og Bank of America Merril Lynch sem sjá um söluna. Breska blaðið Sunday Telegraph gerir málið að umfjöllunarefni í dag. Þar segir að Malcolm Walker, stofnandi verslunarkeðjunnar, hafi klárlega áhuga á að kaupa hlutinn. Stærri spurning sé hvort einhverjir aðrir muni geta boðið í hlut skilanefndar Landsbankans í verslunarkeðjunni.
Iceland er í 67% eigu skilanefndar Landsbankans og 10% hlutur er í eigu skilanefndar Glitnis. Sunday Telegraph veltir upp þeirri hugmynd hvort hluturinn í Iceland sé 1,5 milljarða sterlingspunda virði, eða 280 milljarða, virði eins og eigendurnir telja. Þá segir blaðið að Malcolm Walker sé reiðubúinn til þess að greiða 1,2 milljarða punda, eða 223 milljarða punda, og ef hann ætli sér að bjóða það verð þurfi hann að vera sannfærður um það að enginn hafi bolmagn til að bjóða hærra verð á móti honum.
Hvers virði er Iceland?
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu
Viðskipti innlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni
Viðskipti innlent