Sport

Heimsmeistarar dagsins á HM í frjálsum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mariya Abakumova frá Rússlandi.
Mariya Abakumova frá Rússlandi. Mynd/AP
Sjöunda keppnisdegi Heimsmeistaramótsins i frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu er lokið en úrslitin réðust í fimm einstaklingsgreinum og einu boðhlaupi í dag.

Heimsmeistarar dagsins í einstaklingsgreinum komu frá fimm þjóðum en Bandaríkjamenn unnu tvo heimsmeistaratitla í dag því þeir unnu einnig boðhlaupið. Heimsmeistarar dagsins voru eftirtaldir:

David Storl frá Þýskalandi í kúluvarpi karla

Mariya Abakumova frá Rússlandi í spjótkasti kvenna

Dwight Phillips frá Bandaríkjunum í langstökki karla

Vivian Cheruiyot frá Keníu í 5000 metra hlaupi karla

Veronica Campbell-Brown frá Jamaíka í 200 metra hlaupi kvenna

Sveit Bandaríkjanna í 4 x 400 metra boðhlaupi karla

Vísir hefur tekið saman myndasafn af heimsmeisturum dagsins og fagnaðarlátum þeirra en myndirnar koma frá AP myndaþjónustunni. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×