Sport

Cheruiyot varði titil sinn í 5000 metra hlaupi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Cheruiyot (til hægri) fagnar sigrinum ásamt löndu sinni Kibet sem varð önnur.
Cheruiyot (til hægri) fagnar sigrinum ásamt löndu sinni Kibet sem varð önnur. Nordic Photos / Getty Images
Vivian Jepkemoi Cheruiyot frá Keníu kom fyrst í mark í 5000 metra hlaupi kvenna á HM í frjálsum í Suður-Kóreu. Cheruiyot tókst þar með að verja titil sinn frá því í Berlín fyrir tveimur árum.

Cheruiyot, sem sigraði í 10.000 metra hlaupi um síðustu helgi, kom í mark á tímanum 14:55.36 mínútur. Hún varð tæpri sekúndu á undan löndu sinni Sylviu Jebiwott Kibet sem hljóp á 14:56.21 mínútum.

Í þriðja sæti varð Meseret Defar frá Eþíópíu á 14:56.94 mínútum. Sex efstu sætin í keppninni voru skipuð keppendum frá Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×